2.11.2008 | 22:21
Heimþrá
Þegar ég er að keyri að kvöldlagi hingað uppá Bifröst frá Borgarnesi og það er farið að rökkva hugsa ég stundum um það hvað aðrir landsfjórðungar en Austurland eru ófullkomnir. Maður á ekki von á að rekast á hreindýr hérna megin á skerinu Ég sakna þess sárlega að sjá hreindýrshjörð tölta yfir tún eða uppi í hlíð. Hreindýr minna mig á pabba minn og mömmu, sveitina mína og góð æskuár. Ég man eftir að klifra upp í kerru og strjúka þeim þegar pabbi kom heim af veiðum. Ég man eftir að stoppa bíl og horfa á þau í kíki svo manni fannst maður geta teygt út hendina til að klappa þeim. Ég man eftir pínu litlum hreindýrskálfi sem var fóstraður á Borgarfirði eystri, en það er til mynd af mömmu að klappa honum og kyssa. Ég fer viljandi fram hjá girðingu hreindýranna í húsdýragarðinum því þau eru eitthvað svo horuð og þunglynd að sjá. Ekki nógu mikil reisn yfir þeim þar
Ég fæ heimþrá þegar ég les þessa frétt. Spurning um að láta allt krepputal lönd og leið og splæsa í ferð til Egilsstaða um jólin? hmmm? Af hverju ekki?
Bjargaði hreindýri úr gjótu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einmitt Jódís, pabbi þinn kom strax upp í huga minn við lestu þessarar fréttar. Kveðja til þín og þinna.
Haraldur Bjarnason, 3.11.2008 kl. 07:56
Já Jódís - ljúfar minningar af Hérðinu fagra. Við eigum öll eftir að sameinast einn daginn á Egilsstöðunum góðu. Hehe, en hvernig væri það að hittast á dansleik ÁMS annan í jólum til að byrja með? Sjáumst!
Eyrún Huld Haraldsdóttir, 4.11.2008 kl. 20:25
Hæ hæ Jódís, ég kíki alltaf reglulega á bloggið þitt. Finnst gaman að fygljast mér þinni fallegu fjölskyldu héðan úr fjaskanum. Ég er alveg sammála þér með Héraðið. Maður á svo góðar æskuminningar sem núna eru svo blendnar tilfinningar, gleði og söknuður á sama tíma. Það eru forréttindi að hafa fengist að alast upp við slíka ást frá fólki og fegurð frá náttúrunni. Það get ég seint þakkað.
Kveðja, Sessa Bigga
Sesselía Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.