Hörmulegt

Þetta held ég að séu verstu kreppufréttir sem ég hef fengið frá því að allt saman hófst. Með hruni fyrirtækisins missir fjöldi fólks atvinnu sína í minni heimabyggð og þar á meðal bróðir minn sem hefur fyrir stórri fjölskyldu að sjá en hann hefur árum saman unnið hjá Malarvinnslunni. 

Við erum svo sannarlega ekki búin að sjá hvernig þetta endar, hverjir halda sjó og hverjir fara í þrot. Fyrirtæki og einstaklingar munu verða gjaldþrota, gömul og gróin fyrirtæki. Vinir og ættingjar. Allt sem var, fer og allt sem átti að verða, ja verður bara alls ekki.

Einu sinni ákvað ég að byggja mér hús. Malarvinnslan og pabbi minn reistu það í sameiningu. Þegar ég horfði á það rísa, frá því að vera aðeins lyngivaxinn mói, sem varð að grunni sem svo varð að fokheldu húsi sem varð að lokum heimili mitt, gat ég ekki með nokkru móti vitað að innan örfárra ára yrði pabbi dáinn, húsið selt og malarvinnslan farin á hausinn. Allt virtist þetta þá jafn fjarstæðukennt.

Its the end of the world as we know it


mbl.is Malarvinnslan gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Huld Haraldsdóttir

Æi...því miður er þetta rétt byrjunin. Allt á eftir að breytast

Eyrún Huld Haraldsdóttir, 8.11.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband